Feðgar á ferð

Feðgar á ferð eru skemmtilegir þættir sem sýndir voru á Stöð 2 sumarið 2015 og sumarið 2016, alls tuttugu þættir. Í þáttunum heimsækja þeir feðgar, Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður og Fannar Freyr Magnússon jákvætt og skemmtilegt fólk á Suðurlandi, Suðurnesjum, Höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Fólkið er á öllum aldri og hefur frá mörgum skemmtilegu að segja. Jákvæðni og lífsgleði er mottó þáttanna. Á diskunum eru 20 þættir, alls yfir 400 mínútur af efni.
Diskarnir eru líka seldir í Bónus á Selfossi og Hveragerði, auk þess sem þeir eru til sölu í Krónunni á Selfossi og í Krónunni í Lindahverfinu í Kópavogi + Sunnlenska bókakaffinu hjá Bjarna Harðarssyni á Selfossi.


Panta diska

Feðgar á ferð 2015

 1. Blindur sund og tónlistar strákur í Keflavík – Már Gunnarsson, 15 ára
 2. Gunnar Kristjánsson, 86 ára skeiðaspilari í Keflavík er heimsóttur. Hann spilar m.a. á skeiðarnar með Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum.
 3. Gróðrarstöðina Ártanga í Grímsnesi  - Gunnar Þorgeirs og Sigurdís Edda
 4. Sauðburður í Skarði í Landsveit hjá Ella og Guðlaugu Berglindi
 5. Guðni flösku og dósasafnari – Guðni Guðmundsson á Þverlæk, í Holta- og Landsveit.
 6. Fjör í Flóa í Flóahreppi – Stefán Geirsson í Gerðum og fleira gott fólk
 7. Kynlíf á himnum – Guðmundur Kristinsson, rithöfundur á Selfossi
 8. Þroskahjálp og Karaoke í Garðinum hjá Ása þingmanni. Söngur og gleði.
 9. Á 700 uglur á Laugarvatni – Guðrún Einarsdóttir safnari
 10. Peningar, matreiðslubækur, frímerki og ljósmyndir í Biskupstungum – Jón K.B. Sigfússon, matreiðslumeistari á Lambaflöt í Reykholti heimsóttur.
 11. Sæðistaka úr stóðhestum á Sandhólaferju í Ásahreppi – Guðmar Aubertsson dýralæknir sóttur heim
 12. Kveikjarakona á Selfossi - Rut Benjamínsdóttir safnari með meiru
 13. Svanur Ingvarsson á Selfossi segir á sinn einstaka hátt frá fötlun sinni og lífinu í dag
 14. Ættarmót 16 systkinanna frá Kjóastöðum í Biskupstungum, frábær fjölskylda
 15. Þriggja daga 80 ára afmæli Björns Sigurðarsonar, stórbónda í Úthlíð í Biskupstungum
 16. Leikfimi og jóga í skrúðgarðinum í Keflavík með þeim Bryndísi Kjartansdóttur og Margréti Knútsdóttur.
 17. Söngvari og níu ára sveitastelpa á Lambhaga á Rangárvöllum – Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir segir frá sveitalífinu og syngur og fer með stemmur á sinn einstaka hátt
 18. Óvenjulegustu gítarar landsins smíðaðir í Keflavík – Þorkell Jósef Óskarsson þúsundþjalasmiður heimsóttur.
 19. Ásgeir Hjálmarssonar safnari með meiru í Sveitarfélaginu Garði tekin tali. Hann er skipstjóri frá Nýjalandi í Garði og fyrrverandi  safnvörður Byggðasafnsins á Garðskaga.

Feðgar á ferð 2016

 1. Átta ára píanósnillingur í Garðabæ  - Ásta Dóra Finnsdóttir fer á kostum við píanóið, stundum kölluð „litli“ Mozart.
 2. Listamaður, sjúkraflutningamaður og sauðfjárbóndi á Hvolsvelli – Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir
 3. Hænsnasetur Íslands í Þykkabænum – Júlíus Már Baldursson sýnir hænsnastofninn sinn
 4. Sjósund á Akranesi – hressir félagar synda í sjónum við Langasand og spjalla og hlægja í heitu pottunum á eftir
 5. Stórmerkileg og skemmtileg tónlistarfjölskylda í Borgarnesi – jóðl, sekkjapípa, söngur og píanóspil
 6. Gerir upp gamlar dráttarvélar í Vogunum – Anton Númi Magnússon þúsundþjalasmiður fer með okkur inn í bílskúr og svefnherbergið sitt með konu sinni
 7. Búningafjölskylda í Vogunum – Helgi Guðmundsson og Júlía Gunnarsdóttir sýna þá 14 búninga sem þau hafa gert í gegnum árin. Stórkostleg framtak og skemmtileg fjölskylda
 8. Skrýtnustu hundar landsins og eigendur þeirra heimsóttir. Garðabær, Hveragerði, Landsveitin og Apavatn
 9. Harmonikku vinkonur frá Akureyri og Hafnarfirði – Hildur Petra Friðriksdóttir og Vigdís Jónsdóttir spila og spjalla. Stórskemmtilegar
 10. Sex samræmd systkini í Keflavík heimsótt – Kristín, Gestur, Sveinn. Elín, Pálína og Ingunn, Guðnabörn
 11. 15 ára myntsafnari í Flóanum – Brynjar Jón Brynjarsson í Hófgerði
 12. Flottir Willis jeppar landsins -  Guðjón Erlingur Ólafsson og Jón Karl Snorrason sýna okkur jeppana sína á landi Stóru Bótar á Rangárvöllunum
 13. Íslenska geitin og geitakembingarnámskeið á bænum Hlíð í Skeiða og Gnúpverjahreppi
 14. Haldið upp á 70 ára afmæli Hveragerðisbæjar með flottri og skemmtilegri dagskrá
 15. 94 ára blind kona á Hala í suðursveit  - Ingibjörg Zophoníasdóttir segir skemmtilega frá ævi sinni og lífinu í dag. Þá er spjallað við börn hennar eða þau Súsönnu Björk, Þórgunni, Torfhildi Hólm, Fjölnir og Steinþór, Torfabörn.
 16. BMX brós sýna listir sýnar á BMX hjólum – farið á sýningu hjá þeim Antoni Erni Arnarsyni, Benedikt Benediktssyni og Magnúsi Bjarka Þórlindssyni.
 17. Þórður Tómasson í Skógum 95 ára – farið yfir ferilinn og störfin hans í dag. Hann spilar og syngur í Skógakirkju fyrir okkur. Stórmerkilegur maður